Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
   sun 18. janúar 2026 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Á heimleið eftir fimmtán ár í enska boltanum
Mynd: EPA
Írski miðjumaðurinn James McClean er á förum frá Wrexham og á leið aftur heim til Írlands eftir að hafa spilað fimmtán ár í enska boltanum.

McClean er 36 ára gamall sem hefur spilað með Sunderland, WBA, Wigan, Stoke og Wrexham.

Hann fór upp um tvær deildir með Wrexham en hefur nú ákveðið að yfirgefa félagið.

Samkvæmt Sky Sports er hann á leið aftur heim til Derry City, þar sem hann hóf atvinnumannaferil sinn. Samkomulag er í höfn og nú er verið að ganga frá pappírsvinnunni.

Á þessu tímabili hefur McClean komið að fjórum mörkum í nítján leikjum með Wrexham.

McClean átti frábæran feril á Englandi, en hann var besti ungi leikmaður Sunderland árið 2012 og tvisvar sinnum besti leikmaður Wigan ásamt því að hafa verið leikmaður ársins hjá Stoke árið 2020.
Athugasemdir
banner
banner