Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
   sun 18. janúar 2026 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Alfredo Sanabria í Ægi (Staðfest)
Mynd: Ægir
Paragvæinn Alfredo Sanabria er genginn til liðs við Ægi frá Selfoss en þetta kemur fram í tilkynningu Ægismanna.

Sanabria er 26 ára gamall og kom hingað til lands árið 2012 og settist að á Selfossi.

Hann skipti yfir í Fylki árið 2017 og spilaði með 2. flokki í tvö ár, en hann hefur einnig spilað með Elliða, Árborg, Hamri og Árbæ.

Sanabria, sem getur spilað bæði sem bakvörður og kantmaður, fór aftur í Selfoss árið 2024 og fór þá með liðinu upp í Lengjudeildina. Síðasta sumar spilaði hann 17 leiki með Selfyssingum en hann er nú kominn yfir í Ægi.

Mikill fengur fyrir Ægi sem vann 2. deild á síðasta ári og verður því nýliði í Lengjudeildinni.
Athugasemdir
banner