Camavinga og Bastoni orðaðir við Liverpool - Ruben Neves á óskalista Man Utd - Framtíð Frank í óvissu
   sun 18. janúar 2026 17:58
Ívan Guðjón Baldursson
Ásdís og stöllur í undanúrslit - Svekkjandi fyrir Zwolle
Kvenaboltinn
Mynd: Braga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru nokkrar íslenskar fótboltakonur sem komu við sögu í leikjum dagsins víða um Evrópu.

Ásdís Karen Halldórsdóttir var í byrjunarliði Braga sem vann 2-1 gegn Rio Ave í 8-liða úrslitum portúgalska bikarsins.

Braga mætir annað hvort Torreense eða stórveldi Benfica í undanúrslitum.

Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir, sem fædd er árið 2007, kom þá inn af bekknum í tapi PEC Zwolle gegn PSV Eindhoven í hollenska boltanum.

PSV hafði betur í jöfnum leik í toppbaráttunni og er Zwolle með 21 stig eftir 11 umferðir, fimm stigum frá toppsætinu.

Ingibjörg Sigurðardóttir var í byrjunarliði Freiburg sem steinlá í æfingaleik gegn Hoffenheim og var Hlín Eiríksdóttir ónotaður varamaður í tapi Leicester City gegn Tottenham í enska bikarnum.

Að lokum var Telma Ívarsdóttir á bekknum hjá Rangers í 2-1 sigri í skoska boltanum. Rangers er í öðru sæti deildarinnar, sjö stigum á eftir toppliði Glasgow City.

Braga 2 - 1 Rio Ave

PEC Zwolle 0 - 2 PSV Eindhoven

Freiburg 0 - 4 Hoffenheim

Tottenham 3 - 0 Leicester

Rangers 2 - 1 Hibernian

Athugasemdir
banner
banner