Camavinga og Bastoni orðaðir við Liverpool - Ruben Neves á óskalista Man Utd - Framtíð Frank í óvissu
   sun 18. janúar 2026 21:21
Ívan Guðjón Baldursson
Brahim Díaz klúðraði með Panenka spyrnu
Tíurnar öflugu Brahim Díaz og Sadio Mané mættust í úrslitaleiknum.
Tíurnar öflugu Brahim Díaz og Sadio Mané mættust í úrslitaleiknum.
Mynd: EPA
Úrslitaleikur Afríkukeppninnar er gjörsamlega ótrúlegur en lokatölur eftir venjulegan leiktíma eru 0-0.

Marokkó fékk dæmda afar umdeilda vítaspyrnu seint í uppbótartímanum og mótmæltu leikmenn Senegal hástöfum.

Senegalar voru gjörsamlega brjálaðir yfir ákvörðun Jean-Jacques Ndala dómara um að dæma vítaspyrnu eftir að hafa skoðað atvikið í VAR-skjánum. Þeir neituðu að leyfa heimamönnum í liði Marokkó að taka spyrnuna og gengu af velli.

Sadio Mané varð eftir á vellinum og reyndi að hvetja liðsfélagana til að koma aftur en þær tilraunir báru ekki árangur fyrr en rúmum tíu mínútum síðar. Leikmenn Senegal gengu aftur á völlinn og fór Brahim Díaz, leikmaður Real Madrid, á vítapunktinn fyrir Marokkó.

Díaz hefði getað orðið algjör þjóðarhetja með því að skora en hann tók svokallaða Panenka vítaspyrnu sem Édouard Mendy markvörður Senegal greip. Ndala flautaði leikinn af í kjölfarið og hefst framlengingin von bráðar.

Sjáðu atvikið.

   18.01.2026 21:15
Senegalar komnir aftur á völlinn

Athugasemdir
banner