Bournemouth er að landa gríska markverðinum Christos Mandas á láni frá Lazio út tímabilið.
Sky Sports segir að Bournemouth hafi náð samkomulagi við Lazio um Mandas sem er 24 ára gamall.
Hann spilaði með Atromitos og OFI Crete í Grikklandi áður en hann var seldur til Lazio árið 2023.
Á þessu tímabili hefur hann aðeins spilað einn leik í ítalska bikarnum.
Mandas á 2 A-landsleiki fyrir Grikkland.
Athugasemdir



