Brentford-maðurinn Vitaly Janelt hefur framlengt samning sinn við félagið til 2031.
Þessi 27 ára gamli miðjumaður varð sá fyrsti í sögu félagsins til þess að spila 150 úrvalsdeildarleiki.
Hann kom til félagsins árið 2020 og hefur síðan þá spilað 216 leiki í öllum keppnum og komið að 29 mörkum.
Þjóðverjinn hefur nú ákveðið að framlengja dvöl sína hjá Brentford en hann skrifaði undir samning til 2031 með möguleika á að framlengja um annað ár.
„Ég er hæstánægður með að þetta sé frágengið. Vitaly er mikilvæg hjóltönn og svo mikilvægur í því hvernig við spilum og er áhrifamikil fígúra í búningsklefanum og félaginu.“
„Hann hefur reynst okkur ótrúlega vel öll þessi ár og er ég í skýjunum með að tryggja framtíð hans hér. Hann á eftir að reynast okkur mikilvægur næstu árin,“ sagði Keith Andrews, stjóri Brentford.
Athugasemdir



