Oliver Glasner mun stýra Crystal Palace út tímabilið en þetta kemur fram í enskum fjölmiðlum í dag.
Glasner var mjög pirraður eftir tap liðsins gegn Sunderland í gær en hann gagnrýndi stjórnina fyrir að selja sína bestu menn. Eberechi Eze var seldur til Arsenal í sumar og Marc Guehi er á leið til Man City.
Glasner greindi frá því fyrir helgi að hann muni yfirgefa félagið þegar samningur hans við félagið rennur út í sumar.
Sky Sports sagði frá því að Steve Parish, eigandi Crystal Palace, hafi verið undrandi og pirraður á ummælum Glasner eftir leikinn í gær og það væri líklegt að hann yrði rekinn. Sky segir hins vegar að stjórnin hafi tekið ákvörðun um að stjórinn yrði ekki rekinn.
Athugasemdir


