Camavinga og Bastoni orðaðir við Liverpool - Ruben Neves á óskalista Man Utd - Framtíð Frank í óvissu
   sun 18. janúar 2026 15:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Grátlegt tap í frumraun Stefáns Teits
Mynd: Hannover 96
Mynd: EPA
Stefán Teitur Þórðarsson spilaði sinn fyrsta leik fyrir Hannover í næst efstu deild í Þýskalandi í dag þegar liðið tapaði 3-1 gegn Kaiserslautern. Stefán Teitur gekk til liðs við félagið á dögunum frá Preston.

Hannover komst yfir en Kaiserslautern jafnaði metin þegar stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma. Hannover missti síðan mann af velli með rautt spjald stuttu síðar.

Stefán kom inn á sem varamaður á 84. mínútu. Þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma komst Kaiserslautern yfir. Hannover fékk hornspyrnu í blálokin og markvörðurinn kom inn í teiginn, Kaiserslautern náði að nýta sér það og innsiglaði sigurinn eftir skyndisókn.

Hannover er í 6. sæti með 29 stig, fimm stigum frá umspilssæti.

Brynjólfur Willumsson kom inn á undir lokin þegar Groningen vann Heerenveen 2-0 í hollensku deildinni. Groningen er í 5. sæti með 31 stig eftir 19 umferðir.

Andri Fannar Baldursson verður í banni þegar Kasimpasa mætir Trabzonspor í næstu umferð í tyrknesku deildinni eftir að hann nældi sér í gult spjald í markalausu jafntefli gegn Antalyaspor í dag. Kasimpasa er í 14. sæti með 16 stig eftir 18 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner