Camavinga og Bastoni orðaðir við Liverpool - Ruben Neves á óskalista Man Utd - Framtíð Frank í óvissu
banner
   sun 18. janúar 2026 16:07
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Albert lagði upp í þriðja sigri Fiorentina
Mynd: EPA
Fiorentina hefur verið á góðu skriði undanfarið eftir mjög slæma byrjun á tímabilinu. Liðið hefur aðeins tapað einum af siðustu fimm leikjum.

Rolando Mandragora kom Fiorentina yfir gegn Bologna eftir fasta fyrirgjöf frá Alberti Guðmundssyni.

Roberto Piccoli bætti öðru markinu við undir lok fyrri hálfleiks. Það var pressa á Fiorentina undir lokin eftir að Giovanni Fabbian minnkaði muninn en Fiorentina hélt út og vann þriðja sigurinn á tímabilinu.

Liðið er í 18. sæti með 17 stig, jafn mörg stig og Lecce sem er í öruggu sæti. Bologna er í 8. sæti með 30 stig.

Parma og Genoa gerðu markalaust jafntefli fyrr í dag. Mikael Egill Ellertsson spilaði allan leikinn hja Genoa. Parma er í 13. sæti með 23 stig en Genoa er í 16. sæti með 20 stig.

Bologna 1 - 2 Fiorentina
0-1 Rolando Mandragora ('19 )
0-2 Roberto Piccoli ('45 )
1-2 Giovanni Fabbian ('88 )

Ítalski boltinn er á Livey en hægt er að tryggja sér áskrift með því að smella á tengilinn
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 21 16 1 4 44 17 +27 49
2 Milan 20 12 7 1 33 16 +17 43
3 Napoli 21 13 4 4 31 17 +14 43
4 Roma 21 13 1 7 24 12 +12 40
5 Juventus 21 11 6 4 32 17 +15 39
6 Como 20 9 7 4 28 16 +12 34
7 Atalanta 21 8 8 5 26 20 +6 32
8 Bologna 21 8 6 7 30 24 +6 30
9 Lazio 20 7 7 6 21 16 +5 28
10 Udinese 21 7 5 9 22 33 -11 26
11 Torino 21 6 6 9 21 32 -11 24
12 Sassuolo 21 6 5 10 23 28 -5 23
13 Parma 21 5 8 8 14 22 -8 23
14 Cremonese 20 5 7 8 20 28 -8 22
15 Cagliari 21 5 7 9 22 30 -8 22
16 Genoa 21 4 8 9 22 29 -7 20
17 Fiorentina 21 3 8 10 23 32 -9 17
18 Lecce 20 4 5 11 13 28 -15 17
19 Pisa 21 1 11 9 16 31 -15 14
20 Verona 20 2 7 11 17 34 -17 13
Athugasemdir
banner
banner