Camavinga og Bastoni orðaðir við Liverpool - Ruben Neves á óskalista Man Utd - Framtíð Frank í óvissu
   sun 18. janúar 2026 14:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lánaður til Girona frá Man City (Staðfest)
Mynd: Manchester City
Claudio Echeverri er genginn til liðs við Girona á láni frá Man City.

Man City nældi í þennan 19 ára gamla Argentínumann frá River Plate í janúar 2024 en hann var á láni hjá argentíska félaginu í eitt ár.

Hann kom við sögu í þremur leikjum fyrir Man City áður en hann var lánaður til Leverkusen í sumar. Hann fékk fá tækifæri hjá þýska liðinu og var kallaður til baka í þessum mánuði.

Hann hefur nú verið lánaður til Girona sem er í eigu City Group eins og Man City. Vitor Reis er hjá félaginu á láni frá Man City og er fastamaður í liðinu.

Girona er að styrkja sig en markvörðurinn Marc Andre ter Stegen er einnig á leið til félagsins á láni frá Barcelona. Liðið er í 9. sæti með 24 stig eftir 20 umferðir.

Spænski boltinn er á Livey en hægt er að tryggja sér áskrift með því að smella á tengilinn


Athugasemdir
banner
banner
banner