Retegui skoraði í stórsigri
Það fóru þrír leikir fram í efstu deild í Sádi-Arabíu í dag þar sem Portúgalinn eftirsótti Rúben Neves var hetja Al-Hilal.
Al-Hilal lenti undir gegn Neom SC eftir að Saïd Benrahma lagði fyrsta mark leiksins upp, en Neves svaraði í síðari hálfleik.
Neves lagði fyrst upp jöfnunarmarkið áður en hann skoraði sjálfur af vítapunktinum til að taka forystuna. Lokatölur reyndust 1-2 og eru lærlingar Simone Inzaghi áfram með sjö stiga forystu á toppi deildarinnar. Þetta var tuttugasti sigur Al-Hilal í röð í öllum keppnum sem er met.
Darwin Núnez, Malcom, Sergej Milinkovic-Savic og Theo Hernández voru meðal byrjunarliðsmanna Al-Hilal í dag. Alexandre Lacazette, Ahmed Hegazy og Luís Maximiano voru í byrjunarliði Neom sem er í neðri hluta deildarinnar með 20 stig eftir 15 umferðir.
Mateo Retegui skoraði svo í stórsigri Al-Qadsiah gegn Al-Hazem. Retegui og félagar eru í fimmta sæti, aðeins einu stigi frá öðru sætinu. Julian Weigl og Nacho Fernández voru meðal byrjunarliðsmanna í dag.
Roger Tobinson setti að lokum þrennu í sigri Al-Taawon sem er óvænt í öðru sæti deildarinnar með 34 stig, einu stigi meira heldur en Al-Qadsiah.
Neom 1 - 2 Al-Hilal
1-0 M. Al-Burayk ('42)
1-1 H. Tambakti ('49)
1-2 Ruben Neves ('66, víti)
Al-Hazem 1 - 5 Al-Qadsiah
0-1 Mateo Retegui ('56)
0-2 M. Al-Juwayr ('61)
0-3 Julian Quinones ('73)
0-4 A. Al-Nakhli ('81, sjálfsmark)
1-4 A. Bah ('86)
1-5 M. Al-Yami ('94, sjálfsmark)
Al-Riyadh 1 - 3 Al-Taawon
0-1 Roger Tobinson ('10)
0-2 Roger Tobinson ('45+8, víti)
1-2 Toze ('63)
1-3 Roger Tobinson ('66)
1-3 Angelo Fulgini, misnotað víti ('75)
Rautt spjald: M. Al-Mufarrij, Al-Taawon ('41)
Athugasemdir



