Camavinga og Bastoni orðaðir við Liverpool - Ruben Neves á óskalista Man Utd - Framtíð Frank í óvissu
   sun 18. janúar 2026 16:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Scholes tilbúinn í teboð hjá Martinez
Mynd: EPA
Paul Scholes er tilbúinn að ræða við Lisandro Martinez með tebolla í hönd. Martinez bauð honum til sín eftir að Scholes gagnrýndi skaut á varnarmanninn í aðdraganda leiksins milli United og Man City í gær.

Scholes sagði í hlaðvarpsþættinum The Good, The Bad & The Football að Erling Haaland myndi fara illa með Martinez í leiknum en annað kom á daginn og Haaland átti ekki roð í Argentínumanninn.

Martinez sagði eftir leikinn að hann vildi bjóða Scholes heim til sín svo Scholes gæti gagnrýnt hann fyrir framan sig. Scholes svaraði honum á Instagram.

„Einhver átti góðan leik, ég var mjög ánægður fyrir þína hönd, te og engan sykur takk," skrifaði Scholes.

Athugasemdir
banner