Þægilegt fyrir Celta
Tveimur síðustu leikjum dagsins er lokið í efstu deild spænska boltans þar sem afar óvænt úrslit litu dagsins ljós í San Sebastián.
Real Sociedad tók þar á móti toppliði og Spánarmeisturum Barcelona og voru gestirnir sterkari aðilinn. Þeir sköpuðu mikið af færum og komu boltanum tvisvar í netið en bæði mörkin voru dæmd af eftir athugun í VAR-herberginu, fyrst vegna sóknarbrots og svo vegna rangstöðu.
Heimamenn í Sociedad svöruðu þessu með marki sem Mikel Oyarzabal skoraði gegn gangi leiksins, svo staðan var 1-0 í leikhlé. Oyarzabal var skilinn einn eftir á fjarstönginni og gerði vel að skora eftir laglega fyrirgjöf.
Leikurinn hélt áfram í svipuðu fari í síðari hálfleik þar sem Börsungar sköpuðu góð færi en náðu ekki að nýta þau. Ekki fyrr en Marcus Rashford kom inn af bekknum og jafnaði metin á 70. mínútu, með skalla eftir fyrirgjöf frá Lamine Yamal.
Gleði Börsunga var þó ekki langlíf því Sociedad tók forystuna aftur tæpri mínútu síðar eftir slakan varnarleik og hálfgerð mistök hjá Joan García markverði sem gerði Goncalo Guedes kleift að skora í hálfopið mark.
Börsungum tókst ekki að jafna þrátt fyrir góðar tilraunir og kláruðu þeir leikinn einum manni fleiri eftir að Carlos Soler fékk beint rautt spjald fyrir mjög ljóta og stórhættulega tæklingu á samlanda sínum Pedri, sem var heppinn að meiðast ekki alvarlega.
Lokatölur 2-1 fyrir Sociedad sem klifrar upp í áttunda sæti La Liga með 24 stig eftir 20 umferðir. Barca er áfram á toppinum með 49 stig, aðeins einu stigi meira heldur en Real Madrid.
Orri Steinn Óskarsson var ekki í hóp hjá Sociedad vegna vöðvameiðsla.
Fyrr í dag vann Celta Vigo gegn Rayo Vallecano þar sem Sergio Carreira, Bryan Zaragoza og Javi Rueda skoruðu mörkin. Lokatölur 3-0.
Celta er í harðri evrópubaráttu með 32 stig eftir 20 umferðir, tíu stigum meira en Vallecano sem er í neðri hluta deildarinnar.
Real Sociedad 2 - 1 Barcelona
1-0 Mikel Oyarzabal ('32 )
1-1 Marcus Rashford ('70 )
2-1 Goncalo Guedes ('71 )
Rautt spjald: Carlos Soler, Real Sociedad ('88)
Celta Vigo 3 - 0 Rayo Vallecano
1-0 Sergio Carreira ('40 )
2-0 Bryan Zaragoza ('54 , víti)
3-0 Javi Rueda ('79 )
Rautt spjald: Nobel Mendy, Rayo Vallecano ('66)
Stöðutaflan
Spánn
La Liga - karlar
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | Barcelona | 20 | 16 | 1 | 3 | 54 | 22 | +32 | 49 |
| 2 | Real Madrid | 20 | 15 | 3 | 2 | 43 | 17 | +26 | 48 |
| 3 | Villarreal | 19 | 13 | 2 | 4 | 37 | 19 | +18 | 41 |
| 4 | Atletico Madrid | 20 | 12 | 5 | 3 | 35 | 17 | +18 | 41 |
| 5 | Espanyol | 20 | 10 | 4 | 6 | 23 | 22 | +1 | 34 |
| 6 | Betis | 20 | 8 | 8 | 4 | 33 | 25 | +8 | 32 |
| 7 | Celta | 20 | 8 | 8 | 4 | 28 | 20 | +8 | 32 |
| 8 | Real Sociedad | 20 | 6 | 6 | 8 | 26 | 28 | -2 | 24 |
| 9 | Athletic | 20 | 7 | 3 | 10 | 19 | 28 | -9 | 24 |
| 10 | Girona | 20 | 6 | 6 | 8 | 20 | 34 | -14 | 24 |
| 11 | Elche | 19 | 5 | 8 | 6 | 25 | 24 | +1 | 23 |
| 12 | Osasuna | 20 | 6 | 4 | 10 | 21 | 24 | -3 | 22 |
| 13 | Vallecano | 20 | 5 | 7 | 8 | 16 | 25 | -9 | 22 |
| 14 | Mallorca | 20 | 5 | 6 | 9 | 24 | 30 | -6 | 21 |
| 15 | Getafe | 20 | 6 | 3 | 11 | 15 | 26 | -11 | 21 |
| 16 | Sevilla | 19 | 6 | 2 | 11 | 24 | 30 | -6 | 20 |
| 17 | Valencia | 20 | 4 | 8 | 8 | 19 | 31 | -12 | 20 |
| 18 | Alaves | 20 | 5 | 4 | 11 | 16 | 25 | -9 | 19 |
| 19 | Levante | 19 | 3 | 5 | 11 | 21 | 32 | -11 | 14 |
| 20 | Oviedo | 20 | 2 | 7 | 11 | 11 | 31 | -20 | 13 |
Athugasemdir


