Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. mars 2019 23:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hoever sannfærði Klopp með því að loka á Salah
Mynd: KM
Ki-Jana Hoever varð í janúar þriðji yngsti leikmaður í sögu Liverpool til að spila leik fyrir aðallið félagsins. Hoever kom inn á í leik liðsins í ensku bikarkeppninni þegar liðið mætti Wolves. Hoever var einungis sextán ára og 354 daga gamall.

Fáir höfðu heyrt af leikmanninnum en samkvæmt Goal sannfærði Hoever þjálfara sinn, Jurgen Klopp, um að hann væri tilbúinn til þess að vera í hóp með því að dekka Mo Salah á æfingu. Liverpool var í miklu meiðslaveseni á þessum tímapunkti og Klopp þurfti að leita dýpra í leikmannahóp sinn fyrir leikinn.

Hoever lokaði á Salah á æfingunni. Á þessum tímapunkti var Salah funheitur fyrir framan mörk anstæðinga sinna og því þótti Klopp mikið til koma.

Hoever er hollenskur og er þriðji yngsti leikmaðurinn á lista Goal yfir fimmtíu bestu unglinga í heimi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner