Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   mán 06. maí 2024 10:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lopetegui að taka við West Ham
Mynd: EPA
West Ham virðist vera að landa stjóranum Julen Lopetegui. Sá spænski á að taka við af David Moyes eftir tímabilið.

Samkvæmt The Athletic er komið samkomulag milli aðila en enn eigi eftir að skrifa undir.

Lopetegui er 57 ára og stýrði síðast Wolves en hætti síðasta sumar þar sem hann fékk ekki úr neinu að moða á markaðnum. Áður hafði hann stýrt Sevilla, Real Madrid, Porto og spænska landsliðinu.

Hann hefur hafnað tilboðum að undanförnu, m.a. frá Englandi, Spáni og Sádi-Arabíu.

Bayern Munchen hefur einnig haft augastað á Lopetegui. Félagið sendi fyrirspurn á Lopetegui í dag en hann er sagður vilja taka við West Ham og því nái það ekki lengra.
Athugasemdir
banner
banner
banner