Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. mars 2019 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Robertson missir af næsta leik - Bauðst til að borga flugið sjálfur
Mynd: Getty Images
Andy Robertson vinstri bakvörður Liverpool og fyrirliði skoska landsliðsins missir af leik gegn Kasakstan á fimmtudaginn. Liðin mætast í fyrstu umferð undankeppni EM 2020.

Hann þurfti að fara í smávægilega aðgerð á munni vegna tannígerðar sem olli honum miklum sársauka. Robertson fann engan lækni í London og ákvað því eftir 1-2 sigur Liverpool gegn Fulham í gær að taka leigubíl á Heathrow flugvöllinn og taka næsta flug til Glasgow.

Því miður tókst honum ekki að finna lausan lækni í gærkvöldi en fór þess í stað í aðgerðina í morgun. Aðgerðin heppnaðist og reyndi Robertson strax að koma sér til Kasakstan til að undirbúa sig fyrir leikinn.

Hann fékk þó ekki leyfi til að fara þrátt fyrir að hafa boðist til að borga fyrir flugið sitt sjálfur. Hann ætti að vera liðtækur fyrir heimaleikinn gegn San Marínó, sem fer fram á sunnudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner