Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   lau 18. mars 2023 22:13
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Mark Zlatans gerði lítið fyrir Milan
Mynd: Getty Images
Udinese 3 - 1 Milan
1-0 Roberto Pereyra ('9 )
1-1 Zlatan Ibrahimovic ('45 , víti)
2-1 Beto ('45 )
3-1 Kingsley Ehizibue ('70 )

Ítalska meistaraliðið AC Milan tapaði fyrir Udinese, 3-1, í Seríu A á Ítalíu í kvöld.

Argentínumaðurinn Roberto Pereyra kom Udinese yfir á 9. mínútu eftir misskilning í teig Milan. Lazar Samardzic missti boltann aðeins of langt frá sér og var það Pereyra sem ákvað að ráðast á boltann og sparka honum meðfram grasinu og í netið.

Zlatan Ibrahimovic jafnaði úr vítaspyrnu eftir að Jaka Bijol handlék boltann í teignum. Marco Silvestri varði vítaspyrnuna en Zlatan fékk að taka hana aftur þar sem Beto var kominn inn í teiginn og klikkaði sænski framherjinn í annað sinn.

Udinese refsaði áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. Beto gerði markið eftir sendingu frá Isaac Success.

Kingsley Ehizibue bætti við forystu Udinese þegar tuttugu mínútur voru eftir og urðu mörkin ekki fleiri. Milan, sem vann sannfærandi sigur í deildinni í fyrra, er í 4. sæti með 48 stig, tuttugu stigum frá toppliði Napoli, en Udinese er í 8. sæti með 38 stig.

Úrslit og markaskorarar úr leikjum dagsins:

Salernitana 2 - 2 Bologna
1-0 Lorenzo Pirola ('7 )
1-1 Lewis Ferguson ('11 )
2-1 Boulaye Dia ('64 )
2-2 Charalampos Lykogiannis ('73 )

Monza 1 - 1 Cremonese
0-1 Daniel Ciofani ('61 )
1-1 Carlos Augusto ('69 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Atalanta 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Bologna 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Cagliari 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Como 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Empoli 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Fiorentina 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Genoa 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Inter 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Juventus 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Lazio 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Lecce 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Milan 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Monza 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Napoli 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Parma 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Roma 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Torino 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Frosinone 38 8 11 19 44 69 -25 35
18 Udinese 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Sassuolo 38 7 9 22 43 75 -32 30
19 Venezia 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Verona 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Salernitana 38 2 11 25 32 81 -49 17
Athugasemdir
banner
banner