Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
Þorgerður Katrín: Ég hef alveg upplifað það verra
Pabbi Karólínu: Hún hafði einhverja áru yfir sér
Goðsögnin Ásta B: Þetta eru bara heimsklassa leikmenn
Kærasti Glódísar: Eigum við ekki bara að segja að það komi í ljós?
   mán 18. mars 2024 19:31
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Búdapest
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
,,Ég verð klár í bæði hlutverk"
Icelandair
'Við vorum bara allir pjakkarnir þá, núna erum við með Jóa, Alfreð, Gulla og Sverri - fullt af landsleikjum'
'Við vorum bara allir pjakkarnir þá, núna erum við með Jóa, Alfreð, Gulla og Sverri - fullt af landsleikjum'
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
'Ef einhver hefði sagt við mig að ég væri 20 ára að fara í umspil um sæti á EM þá hefði maður alltaf tekið því, hvort sem það væri á bekknum eða að byrja'
'Ef einhver hefði sagt við mig að ég væri 20 ára að fara í umspil um sæti á EM þá hefði maður alltaf tekið því, hvort sem það væri á bekknum eða að byrja'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Við áttum mjög góðan leik, og mér fannst ég eiga góðan leik, úti á móti Portúgal.'
'Við áttum mjög góðan leik, og mér fannst ég eiga góðan leik, úti á móti Portúgal.'
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Gírinn er mjög góður eins og alltaf, við hlökkum mjög mikið til. Við náttúrulega spiluðum tvisvar við Ísrael 2022 í Þjóðadeildinni. Ég tel bara mjög góða möguleika," sagði Ísak Bergmann Jóhannesson í viðtali eftir landsliðsæfingu Íslands í Búdapest í dag.

Framundan er undanúrslitaleikur við Ísrael og sæti í úrslitaleik umspilsins fyrir EM undir. Leikurinn gegn Ísrael fer fram á fimmtudagskvöld.

„Við vorum bara allir pjakkarnir þá, núna erum við með Jóa, Alfreð, Gulla og Sverri - fullt af landsleikjum. Við sáum að við gátum alveg unnið Ísrael þá allavega, bæði úti og heima. Núna erum við með reynslumeiri leikmenn innanborðs sem náttúrulega hjálpar mjög mikið."

Ísland gerði jafntefli gegn Ísrael í báðum leikjunum og sömuleiðis gerði liðið jafntefli gegn Albaníu í báðum leikjunum. Í lokaleik riðilsins, gegn Albaníu, skoraði Mikael Anderson jöfnunarmark í uppbótartíma. Það mark varð til þess að Ísland komst í þetta umspil. Ísak var spurður hvort að hausinn færi til baka til marksins sem Mikael skoraði.

„Hundrað prósent, maður þakkar Mikael fyrir þetta. Aron fékk rautt, þetta var erfiður leikur og að skora í uppbótartíma, manni finnst eins og þetta hafi verið fyrir tíu árum síðan en þetta skilaði okkur hingað þannig það var mjög gaman."

Snýst þetta um að stjórna spennustiginu í hópnum fyrir svona mikilvægan leik?

„Algjörlega. Jói og Alfreð og allir þessir gaurar hafa upplifað þessa stöðu áður. Þetta er nýtt fyrir okkur hina. Þetta eru tveir gríðarlega mikilvægir leikir og verður bara spennandi."

„Ísrael er með mjög gott lið en það vantar samt besta leikmanninn þeirra. Við höfum ekkert farið yfir þá hérna, gerum það örugglega í kvöld eða á morgun. Þetta er gott lið eins og flest lið í Evrópu sem eru á þessum stað núna. En mér finnst við vera með betra lið."


Heldur Ísak að Ísland fari inn í þennan leik til að reyna halda mikið í boltann?

„Okkur leið ótrúlega vel á móti Portúgal og þið (fjölmiðlar) hafið skrifað um að við litum vel út varnarlega í 4-4-2. Við skorum alltaf mörk, erum með fullt af gæðum innan hópsins og með geggjaða leikmenn fram á við. Okkur líður vel í 4-4-2 þegar við liggjum til baka og við skorum alltaf mörk. Þetta snýst mikið um varnarleikinn, að halda markinu okkar hreinu og við skorum alltaf held ég."

Eru leikmenn með það á bakvið eyrað að það gæti verið framlenging og vítaspyrnukeppni?

„Já, við vorum að æfa víti hérna áðan, það getur allt gerst og við verðum að vera klárir í allt. Við stefnum á að spila tvo alvöru leiki og það getur allt gerst."

„Standið á mér er mjög gott, ég er búinn að spila nánast allar mínútur með Düsseldorf og að skora og leggja upp. Ég er klár í að hjálpa liðinu, sama hvort það er á bekknum eða í byrjunarliðinu."


Ísak gerir sér vonir um að byrja leikinn á fimmtudag.

„Við áttum mjög góðan leik, og mér fannst ég eiga góðan leik, úti á móti Portúgal. Ég hef verið að koma inn í þetta vel, fengið að spila, byrja leiki. Ég verð klár í bæði hlutverk. Það væri heiður að byrja. Ef einhver hefði sagt við mig að ég væri 20 ára að fara í umspil um sæti á EM þá hefði maður alltaf tekið því, hvort sem það væri á bekknum eða að byrja. Maður er bara spenntur fyrir þessu," sagði Ísak sem ræðir aðeins meira um Düsseldorf og svo Orra Stein Óskarsson í viðtalinu.
Athugasemdir
banner
banner