Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
   fim 18. apríl 2024 10:30
Elvar Geir Magnússon
Hætta með endurtekna leiki í FA-bikarnum (Staðfest)
FA-bikarinn.
FA-bikarinn.
Mynd: Getty Images
Enska fótboltasambandið og enska úrvalsdeildin hafa náð samkomulagi um breytt fyrirkomulag á elstu og virtustu bikarkeppni heims, FA-bikarnum.

Frá og með næsta keppnistímabili verða leikir FA bikarsins ekki endurteknir frá og með fyrstu umferð. Úrvalsdeildarliðin koma inn í þriðju umferð.

Reglan hefur verið sú að ef leikur endar með jafntefli þá mætist liðin að nýju á heimavelli útiliðsins. Nú verður hinsvegar leikið til þrautar og liðin mætast ekki að nýju.

Í samkomulaginu felst einnig að allar umferðir bikarsins fari fram um helgar og að ekki verði spilað í ensku úrvalsdeildinni þá helgi sem bikarúrslitaleikurinn fer fram.

Enska úrvalsdeildin mun einnig auka fjárframlag sitt til neðri deilda en báðir aðilar segja að samkomulagið muni styrkja bikarkeppnina.
Athugasemdir
banner