Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
   fim 18. júlí 2019 18:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Evrópudeildin: Blikar féllu úr leik í Liechtenstein
Blikar eru úr leik í Evrópu.
Blikar eru úr leik í Evrópu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vaduz 2 - 1 Breiðablik (samanlagt 2-1)
1-0 Mohamed Coulibaly ('57 )
2-0 Dominik Schwizer ('79 )
2-1 Höskuldur Gunnlaugsson ('90)

Stjarnan komst á ótrúlegan hátt í forkeppni Evrópudeildarinnar núna áðan. Breiðablik er hins vegar úr leik og útlit er fyrir það að það verði aðeins tvö lið í næstu umferð frá Íslandi - Stjarnan og Valur, sem féll úr leik í forkeppni Meistaradeildarinnar í gær.

Breiðablik heimsótti í kvöld Vaduz, sem er frá Liechtenstein. Vaduz leikur í B-deildinni í Sviss, en komst í Evrópukeppni þar sem liðið vann bikarkeppnina í Liechtenstein.

Fyrri leikurinn á Kópavogsvelli endaði með markalausu jafntefli og því var allt opið fyrir leikinn í kvöld.

Eins og í Kópavogi var staðan í kvöld markalaus að loknum fyrri hálfleiknum, en bæði lið fengu færi til að skora. Snemma í seinni hálfleiknum komst Vaduz yfir og var það Mohamed Coulibaly sem gerði það.

Blikar þurfti því að skora, en á 79. mínútu komst Vaduz í 2-0 þegar Dominik Schwizer var fyrstur að átta sig eftir að Gunnleifur varði skot.

Höskuldur Gunnlaugsson minnkaði muninn fyrir Blika í uppbótartímanum. Lengra komst Breiðablik ekki.

Lokatölur 2-1 fyrir Vaduz og er Breiðablik úr leik í Evrópukeppni þetta árið. Blikar hafa ekki unnið í síðustu fjórum leikjum sínum í öllum keppnum, þar af hafa verið þrír tapleikir.

Vaduz mætir líklega Feherav frá Ungverjalandi í næstu umferð.

Klukkan 19:00 hefst leikur KR og Molde. Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner