Nú er æsispennandi lokasprettur hafinn í Lengjudeild kvenna og hart barist um sæti í Bestu deildinni að ári. Á Heimavöllinn eru mættir knattspyrnuþjálfararnir Arnar Páll Garðarsson og Magnús Haukur Harðarson til fara yfir Lengjudeildarmálin með Mist Rúnarsdóttur. Þátturinn er í boði Orku Náttúrunnar og Dominos.
Á meðal efnis:
- Er 2. deildin sú mest spennandi í sumar?
- Augnablik kveður Lengjudeildina
- Ótrúlega góð ára yfir Árbænum
- KR svo gott sem komnar í kjallarann
- HK-ingar að hökta
- Eftir höfðinu dansa limirnir
- Óvænt ON
- Bikarþynnka en þéttur hópur
- Gróttugaldrar og markaregn
- Þau fiska sem róa - allavega á heimavelli
- Fram sokkar fólkið sem lá á bæn
- FHL framleiðslan
- Dominos opnar kl.11 - flott fyrir framlengingu og vító
- Þetta og margt fleira í þætti dagsins.
Hlustaðu hér að ofan, í gegnum hlaðvarpsveituna þína eða á Heimavöllurinn.is
Þátturinn er í boði Dominos og Orku náttúrunnar.
Athugasemdir