Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   fös 18. október 2024 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aron Guðmunds spáir í 4. umferð eftir skiptingu
Aron Guðmundsson.
Aron Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spáir því að Helgi Guðjóns jafni fyrir Víking.
Spáir því að Helgi Guðjóns jafni fyrir Víking.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan mætir Breiðabliki í nágrannaslag.
Stjarnan mætir Breiðabliki í nágrannaslag.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Gunnar Jónas Hauksson, leikmaður Vestra.
Gunnar Jónas Hauksson, leikmaður Vestra.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Besta deildin heldur áfram eftir landsleikjahlé. Það eru aðeins tvær umferðir eftir og það er komið að úrslitastund. Hvaða lið verður Íslandsmeistari? Hvaða lið fer í Evrópukeppnina með Víkingum, Breiðabliki og KA? Og hvaða lið fellur með Fylki niður í Lengjudeildina?

Aron Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Vísi og Stöð 2 Sport, spáir í leikina sem eru framundan í næst síðustu umferð deildarinnar.

Efri hluti
FH 2 - 1 Valur (14:00 á morgun)
Liðin tvö sem eru án sigurs í efri hlutanum. FH sem hefur að engu að keppa á móti Val sem hefur að öllu að keppa. Pressan hefur ekki verið besti vinur Valsmanna á tímabilinu og það er ekki að fara breytast á laugardaginn. Fullkomið tækifæri fyrir Heimi Guðjóns að klekkja á Val og hann lætur það ekki úr greipum sér renna. 2-1 sigur FH. Barist um gullkistuna sem að fylgir síðasta Evrópusætinu í lokaumferðinni. Kjartan Kári með sigurmarkið.

ÍA 1 – 1 Víkingur R. (14:00 á morgun)
Þessi er athyglisverður í meira lagi. Grasið á Skaganum er samkvæmt heimamönnum það besta á landinu um þessar mundir. Og þetta verður naglbítur í samræmi við það hversu mikið er undir fyrir bæði lið. 1-1 jafntefli og bæði mörkin á síðustu tíu mínútum leiksins. ÍA kemst yfir. Helgi Guðjóns jafnar eftir darraðadans í teignum í kjölfar hornspyrnu.

Breiðablik 2 - 3 Stjarnan (17:00 á morgun)
Leikur umferðarinnar. Fimm marka leikur. Fyrir ekki svo löngu síðan var því haldið staðfastlega fram við mig að Stjarnan myndi vinna þennan leik. Sá maður er reyndar eins langt frá því að vera hlutlaus og hægt er að vera. Ég ætla hins vegar að taka hann á orðinu. 3-2 útisigur Stjörnunnar. Emil Atla klippir boltann í netið og tryggri Stjörnunni stigin þrjú. Öll mörkin í seinni hálfleik. Stjarnan í bílstjórasætinu í Evrópubaráttunni komandi inn í lokaumferðina. Tapið breytir því hins vegar ekki að Breiðablik getur með sigri í úrslitaleiknum gegn Víkingum í lokaumferðinni tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn.

Neðri hluti
KA 0 - 1 Vestri (14:00 á morgun)
Vestra sigur, vestfirska seiglan skilar þessu. Gunnar Jónas með sleggju fyrir utan teig. Markaskorarinn skrifar svo undir nýjan samning seinna um daginn á Greifanum. Allt tal um brottför á Meistaravelli var alltaf bara þvaður.

Fylkir 1 - 3 KR (19:15 á sunnudag)
Lítið annað um þetta að segja. Benóný Breki með þrennu. Von KR um titil lifir. Forsetabikarinn er up for grabs.

HK 4 - 0 Fram (19:15 á sunnudag)
Framarar löngu búnir að kveðja þetta mót og HK-ingar bjóða upp á markaveislu. Undur og stórmerki gerast þegar að liðið fær sína fyrstu vítaspyrnu á tímabilinu. Vítaspyrna sem ekki verður hægt að sjá að eigi rétt á sér. Verður auðvelt fyrir Kópavogsbúa í Kórnum. Tölfræðilega séð ekki úr leik þó svo brekkan sé ansi brött.

Fyrri spámenn:
Helga Birkis (5 réttir)
Finnur Freyr (5 réttir)
Gary Martin (4 réttir)
Nadía Atla (4 réttir)
Ásgeir Frank (3 réttir)
Jóhann Páll (3 réttir
Birkir Karl (3 réttir)
Aron Jó (3 réttir)
Ásta Eir (3 réttir)
Binni Willums (3 réttir)
Sandra María (3 réttir)
Jói Skúli (2 réttir)
Róbert Elís (2 réttir)
Júlíus Mar (2 réttir)
Jóhannes Berg (2 réttir)
Stefán Teitur (2 réttir)
Kristján Óli (2 réttir)
Albert Brynjar (2 réttir)
Logi Tómasson (2 réttir)
Oliver Heiðarsson (2 réttir)
Hilmar Jökull (1 réttur)
Máni Austmann (1 réttur)
Ísak Andri (1 réttur)
Gummi Ben (1 réttur)
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 27 19 5 3 63 - 31 +32 62
2.    Víkingur R. 27 18 5 4 68 - 33 +35 59
3.    Valur 27 12 8 7 66 - 42 +24 44
4.    Stjarnan 27 12 6 9 51 - 43 +8 42
5.    ÍA 27 11 4 12 49 - 47 +2 37
6.    FH 27 9 7 11 43 - 50 -7 34
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KA 27 10 7 10 44 - 48 -4 37
2.    KR 27 9 7 11 56 - 49 +7 34
3.    Fram 27 8 6 13 38 - 49 -11 30
4.    Vestri 27 6 7 14 32 - 53 -21 25
5.    HK 27 7 4 16 34 - 71 -37 25
6.    Fylkir 27 5 6 16 32 - 60 -28 21
Athugasemdir
banner
banner
banner