Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mán 18. nóvember 2019 12:30
Magnús Már Einarsson
Manchester United vill fá ungan framherja Reading
Manchester United er á meðal félaga sem eru að skoða Danny Loader, framherja Reading.

Hinn tvítugi Loader verður samningslaus næsta sumar og viðræður um nýjan samning hafa gengið illa.

Loader var einungis sextán ára gamall þegar hann lék sinn fyrsta leik með aðalliði Reading undir stjórn Jaap Stam.

Í sumar Loader næstum genginn í raðir Wolves en þau félagaskpiti gengu ekki í gegn á síðustu stundu.

Auk Manchester United eru nokkur önnur lið í ensk úrvalsdeildinni að skoða Loader.
Athugasemdir
banner