Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 18. nóvember 2021 19:40
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeild kvenna: Blikar töpuðu fyrir Kharkiv
Blikar töpuðu á Kópavogsvelli
Blikar töpuðu á Kópavogsvelli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 0 - 2 Kharkiv
0-1 Yuliia Shevchuk ('42 )
0-2 Olha Ovdiychuk ('74 )
Lestu um leikinn

Breiðablik beið lægri hlut fyrir Kharkiv, 0 - 2 , er liðin mættust í 4. umferð í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna á Kópavogsvelli í kvöld en liðin leika í B-riðli.

Blikastelpur voru líflegar í byrjun leiks og átti Hildur Antonsdóttir fyrsta hættulega færi eftir fyrirgjöf Öglu Maríu Albertsdóttur en Hildur náði ekki að stýra boltanum á markið.

Stuttu síðar átti Hildur annað skot sem fór af varnarmanni og aftur fyrir en Blikar vildu fá vítaspyrnu þar sem þær töldu varnarmanninn hafa handleikið knöttinn. Ekkert var gefið fyrir það.

Kharkiv tókst að vinna sig inn í leikinn og skapaðist hætta á 23. mínútu er liðið fékk hornspyrnu en Blikar náðu að hreinsa frá eftir mikinn darraðadans.

Undir lok fyrri hálfleiks skoruðu gestirnir. Olha Ovdiychuk átti fyrirgjöf meðfram jörðinni á Yuliaa Shevchuk sem skoraði af miklu öryggi. Þungt högg fyrir Blika að fá á sig mark fyrir hálfleikinn.

Olha Ovdiychuk gerði annað mark Kharkiv þegar rúmlega fimmtán mínútur voru eftir. Löng sending barst upp vinstri kantinn og sá Olha að Telma Ívarsdóttir var komin framarlega og ákvað því að lyfta boltanum yfir hana og í netið.

Telma átti annars flottan leik í markinu og sá nokkrum sinnum við gestunum en sóknarlega vantaði upp á herslumuninn. Kharkiv fer með 2-0 sigur af hólmi og er nú með fjögur stig í B-riðli en Blikar aðeins eitt stig.
Athugasemdir
banner
banner