Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   mán 18. desember 2023 15:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: 433 
Böðvar verður leikmaður FH
Böddi á að baki fimm A-landsleiki.
Böddi á að baki fimm A-landsleiki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
433 greinir frá því í dag að Böðvar Böðvarsson verði orðinn leikmaður FH á allra næstu dögum. Böðvar er uppalinn í FH og lék með liðinu allt þar til hann hélt erlendis í atvinnumennsku.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net verður hann þó ekki kynntur sem nýr leikmaður FH fyrr en eftir áramót eftir að samningur Böðvars við Trelleborg í Svíþjóð rennur út.

Böðvar er 28 ára vinstri bakvörður sem leikið hefur í Póllandi og svo Svíþjóð undanfarin ár eftir að hafa yfirgefið uppeldisfélagið. Síðast lék hann á Íslandi tímabilið 2017.

Í frétt 433 segir einnig að Davíð Snær Jóhannsson verði seldur frá FH til Álasunds í Noregi og verði orðinn leikmaður norska félagsins fyrir jól.
   13.12.2023 09:30
Davíð Snær til Álasunds?

Athugasemdir
banner
banner