Camavinga og Bastoni orðaðir við Liverpool - Ruben Neves á óskalista Man Utd - Framtíð Frank í óvissu
   mán 19. janúar 2026 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingaleikir: Stjarnan með örugga sigra - HK skoraði fjögur
Kvenaboltinn
Mynd: Stjarnan
Úrslit voru að berast úr þremur æfingaleikjum í meistaraflokki kvenna þar sem Stjarnan vann góða sigra á ÍBV og ÍA.

Stjarnan skoraði í heildina átta mörk í þessum tveimur leikjum þar sem Erika Ýr Björnsdóttir og Fanney Lísa Jóhannesdóttir, fæddar 2009, voru atkvæðamestar með tvö mörk á haus.

Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir, Jana Sól Valdimarsdóttir, Kara Sigríður Sævarsdóttir og Telma Steindórsdóttir deildu hinum fjórum mörkunum á milli sín, en Telma er að ganga til liðs við Stjörnuna úr röðum Fram.

HK lagði þá gamla systurfélag sitt Aftureldingu auðveldlega að velli.

Sigrún Anna Viggósdóttir, fædd 2010, skoraði tvennu í 4-1 sigri og skoruðu Þorbjörg Rún Emilsdóttir og Karlotta Björk Andradóttir, fæddar 2010 og 2007, hin tvö mörkin.

Katla Ragnheiður Jónsdóttir gerði eina mark Mosfellinga í tapinu.

Til gamans má geta að 17 af 20 leikmönnum í hópi HK eru uppaldir hjá félaginu.

Stjarnan 5 - 0 ÍBV
Erika Ýr Björnsdóttir (2)
Fanney Lísa Jóhannesdóttir
Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir
Jana Sól Valdimarsdóttir

Stjarnan 3 - 1 ÍA
Mörk Stjörnunnar:
Fanney Lísa Jóhannesdóttir
Telma Steindórsdóttir
Kara Sigríður Sævarsdóttir

HK 4 - 1 Afturelding
Mörk HK:
Sigrún Anna Viggósdóttir (2)
Þorbjörg Rún Emilsdóttir
Karlotta Björk Andradóttir
Mark Aftureldingar:
Katla Ragnheiður Jónsdóttir

Veistu úrslit úr æfingaleikjum?
Ef þú hefur upplýsingar um úrslit æfingaleikja og markaskorara endilega sendu okkur þá tölvupóst á [email protected] eða settu úrslitin á Twitter og merktu #fotboltinet
Athugasemdir
banner
banner