Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
   mán 19. janúar 2026 14:30
Elvar Geir Magnússon
Alvöru tilþrif frá syni Van Persie
Mynd: EPA
Shaqueel, sonur Robin van Persie, skoraði sín fyrstu aðalliðsmörk á ferlinum þegar Feyenoord tapaði 3-4 gegn Spörtu í grannaslag í Rotterdam.

Robin van Persie er þjálfari Feyenoord og tilþrif sonarins minntu svo sannarlega á gamla takta föðursins.

Fyrra mark Shaqueel var sérstaklega glæsilegt hann minnkaði þá muninn í 2-3 með hjólhestaspyrnu. Aðeins mínútu síðar, eða á 88. mínútu, jafnaði hann í 3-3 en Sparta skoraði sigurmark í uppbótartíma.

Feyenoord er án sigurs í sex síðustu leikjum, liðið er í öðru sæti hollensku úrvalsdeildarinnar en er sextán stigum frá toppliði PSV Eindhoven.




Athugasemdir
banner