Camavinga og Bastoni orðaðir við Liverpool - Ruben Neves á óskalista Man Utd - Framtíð Frank í óvissu
   mán 19. janúar 2026 00:03
Ívan Guðjón Baldursson
Bauluðu á grátandi Díaz er hann var verðlaunaður
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Marokkó tapaði úrslitaleik Afríkukeppninnar á heimavelli gegn Senegal fyrr í kvöld eftir ótrúlega dramatískan slag.

Heimamenn í Marokkó héldu að þeir væru komnir með titilinn í hendur sér þegar þeir fengu dæmda afar umdeilda vítaspyrnu undir blálokin í uppbótartíma venjulegs leiktíma.

Brahim Díaz fiskaði spyrnuna með að láta sig detta innan vítateigs og steig sjálfur á punktinn. Hann fékk þó ekki að taka spyrnuna strax þar sem Senegalar voru ósáttir með dóminn og gengu af velli.

Það leið stundarfjórðungur þar til Díaz fékk að taka spyrnuna sína en hann ákvað að notast við 'Panenka' vítaspyrnutæknina sem misheppnaðist herfilega. Édouard Mendy beið með að skutla sér og stóð að lokum kyrr svo hann þurfti lítið að gera til að grípa hörmulega vítaspyrnu frá Díaz.

Walid Regragui landsliðsþjálfari Marokkó sást skamma Díaz eftir klúðrið en Senegal skoraði í framlengingu og vann úrslitaleikinn.

Eftir lokaflautið voru hin ýmsu verðlaun veitt og fékk Díaz verðlaun fyrir að vera markahæsti leikmaður mótsins, með fimm mörk í sjö leikjum. Hann tók við verðlaununum grátandi og bauluðu áhorfendur á leikmanninn sem var í molum.

Nú heldur hinn 26 ára gamli Díaz aftur til Spánar þar sem hann er samningsbundinn stórveldinu Real Madrid næstu 18 mánuði.

Brahim Diaz in tears and gets booed while getting his golden boot award
byu/977x insoccer

Athugasemdir
banner
banner