Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
banner
   mán 19. janúar 2026 17:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bjarni Páll á leið í Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framarar eru að þétta raðirnar fyrir komandi tímabil í Bestu deildinni því samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Bjarni Páll Linnet Runólfsson að semja við félagið.

Hann hefur æft með Fram að undanförnu og kemur til félagsins eftir að hafa verið hjá Aftureldingu í þrjú tímabil.

Bjarni Páll er 29 ára fjölhæfur leikmaður sem kom við sögu í sextán leikjum í Bestu deildinni síðasta sumar. Hann lék alls 57 deildarleiki með Aftureldingu. Hann á að baki 63 leiki í efstu deild og hefur í þeim skorað þrjú mörk.

Bjarni Páll er uppalinn hjá Víkingi en hefur einnig leikið með Þrótti og HK.

Fram endaði í 5. sæti Bestu deildarinnar síðasta sumar og Rúnar Kristinsson er þjálfari liðsins.

Fram
Komnir
Sigurjón Daði Harðarson frá Fjölni
Óliver Elís Hlynsson frá ÍR (var á láni)
Sigfús Árni Guðmundsson frá Þrótti (var á láni)
Egill Otti Vilhjálmsson frá Fjölni (var á láni)
Þengill Orrason frá Fjölni (var á láni)

Farnir
Tryggvi Snær Geirsson í Þrótt R
Alex Freyr Elísson í Njarðvík
Bjarki Arnaldarson frá Fram (var á láni)
Guðmundur Magnússon (var á láni hjá Breiðabliki)

Samningslausir
Israel Garcia
Athugasemdir
banner