Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
   mán 19. janúar 2026 20:50
Brynjar Ingi Erluson
Bryndís Arna í Breiðablik (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: Breiðablik
Bryndís Arna Níelsdóttir er gengin til liðs við Breiðabliks en félagið greinir frá þessu á samfélagsmiðlum í kvöld.

Bryndís, sem spilar stöðu framherja, er uppalin í Fylki og sprakk út árið 2018 í Inkassodeildinni þar sem hún gerði 12 mörk er liðið fór upp í efstu deild. Hún fylgdi því vel á eftir í efstu deild en á þremur tímabilum tókst henni að skora 18 deildarmörk.

Eftir tímabilið hélt hún í Val þar sem hún lék tvö tímabil. Á seinna tímabilinu skoraði hún 15 mörk í 22 deildarleikjum er Valur varð Íslandsmeistari.

Hún fór þaðan til Växjö í Svíþjóð en meiddist í apríl og náði aldrei að koma sér almennilega af stað. Alls spilaði hún 22 leiki með liðinu áður en hún yfirgaf félagið í síðasta mánuði.

Breiðablik hefur nú klófest þessa frábæru fótboltakona en félagið staðfestir hana með myndbandi á Meta (Facebook og Instagram).

Sterk viðbót hjá Íslands- og bikarmeisturum Breiðabliks sem er einnig komið i 8-liða úrslit Evrópubikarsins þar sem liðið mætir Svíþjóðarmeisturum Häcken.


Athugasemdir
banner
banner