Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
banner
   mán 19. janúar 2026 18:54
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Brighton og Bournemouth: 100. leikur Mitoma
Kaoru Mitoma spilar sinn 100. deildarleik fyrir Brighton
Kaoru Mitoma spilar sinn 100. deildarleik fyrir Brighton
Mynd: EPA
Brighton tekur á móti Bournemouth í 22. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á AMEX-leikvanginunm klukkan 20:00 í kvöld, en bæði lið sitja í neðri hluta deildarinnar.

Bæði lið hafa verið í basli á þessu tímabili en Brighton er aðeins með einn sigur í síðustu átta deildarleikjum og þá tókst Bournemouth loks að vinna deildarleik í síðustu umferð eftir að hafa farið í gegnum ellefu leiki án sigurs.

Bournemouth hefur oft verið í vandræðum með Brighton á AMEX-leikvanginum en Brighton hefur unnið fjóra af síðustu sex leikjum sínum gegn Bournemouth á vellinum.

Fabian Hürzeler hefur tilkynnt lið Brighton fyrir leikinn en Japaninn Kaoru Mitoma mun leika sinn 100. deildarleik fyrir félagið og þá er David Brooks ekki með Bournemouth.

Brighton: Verbruggen, Veltman, Dunk, Van Hecke, Gruda, Hinshelwood, Mitoma, Kadioglu, Gómez, Gross, Welbeck.

Bournemouth: Petrovic, Truffert, Cook, Senesi, Scott, Evanilson, Tavernier, Jiménez, Adli, Kroupi, Hill.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir
banner