Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
   mán 19. janúar 2026 15:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Frá Eyjum og aftur í Vogana (Staðfest)
Mynd: Þróttur Vogum
Eiður Jack Erlingsson er genginn í raðir Þróttar í Vogum eftir að hafa verið hjá ÍBV seinni hluta síðasta tímabils.

Eiður þekkir til í Vogum eftir að hafa leikið á láni með liðinu tímabilið 2024.

Hann er uppalinn i Þrótti Reykjavík en yfirgaf Laugardalinn í sumar. Hann lék einnig með FH í yngri flokkum.

„Þróttarafjölskyldan þekkir vel til Eiðs þar sem hann fór á kostum í liði Þróttar V, fyrir tveimur árum í 2. deildinni," segir í tilkynningu Þróttara.

Hann er fæddur árið 2005 og á að baki 43 leiki í meistaraflokki og eitt mark.

Þróttur endaði í 3. sæti 2. deildar á síðasta tímabili og Auðun Helgason er þjálfari liðsins.
Athugasemdir
banner
banner