Framtíð Vinicius Junior, leikmanns Real Madrid, eru í enn meiri óvissu en áður þrátt fyrir að Xabi Alonso hafi verið rekinn.
Mikið var fjallað um eldfimt samband þeirra tveggja. Vinicius kenndi Alonso um að vera ekki að ná fram sínu besta og mótmælti þegar hann var tekinn af velli í El Clasico. Brasilíumaðurinn bað síðan alla afsökunar, nema Alonso.
Mikið var fjallað um eldfimt samband þeirra tveggja. Vinicius kenndi Alonso um að vera ekki að ná fram sínu besta og mótmælti þegar hann var tekinn af velli í El Clasico. Brasilíumaðurinn bað síðan alla afsökunar, nema Alonso.
Núgildandi samningur Vinicius rennur út eftir átján mánuði og ber mikið á milli í viðræðum hans og félagsins um nýjan samning.
Stuðningsmenn Real Madrid bauluðu á Vinicius í sigurleiknum gegn Levante um helgina og sögðu spænskir fjölmiðlar að eftir leikinn hafi leikmaðurinn sent þau skilaboð til umboðsmanns síns að hann vildi ekki spila í liði þar sem stuðningsmenn vildu sig ekki.
Athugasemdir





