Camavinga og Bastoni orðaðir við Liverpool - Ruben Neves á óskalista Man Utd - Framtíð Frank í óvissu
   mán 19. janúar 2026 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ibra flytur á Egilsstaði (Staðfest)
Mynd: Höttur
Höttur er búinn að krækja sér í vænlegan liðsstyrk fyrir komandi átök í 3. deildinni.

Sá heitir Ibrahim Boulahya El Miri og flytur á Egilsstaði eftir tvö ár hjá Magna á Grenivík.

Ibra fór upp úr 3. deildinni með Magna í fyrra á meðan Höttur féll úr 2. deild. Ibra verður því áfram í sömu deild.

Hann hefur skorað 8 mörk í 32 leikjum með Magna í deild og bikar og gæti reynst öflugur liðsstyrkur fyrir Hött er liðið reynir að komast beint aftur upp um deild.

Ibra er 29 ára gamall sóknarleikmaður sem lék í neðri deildum spænska boltans áður en hann flutti til Íslands.


Athugasemdir
banner
banner
banner