Það eru tveir leikir sem fara fram í karlaflokki Reykjavíkurmótsins í kvöld þegar Fram og Fjölnir spila heimaleiki.
Í fyrri leik kvöldsins tekur Fram á móti ÍR á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal. Liðin mætast í þriðju umferð riðlakeppninnar þar sem Fram er komið með fjögur stig, einu meira heldur en ÍR.
Í seinni leik kvöldsins eigast Fjölnir og Víkingur R. við í Egilshöllinni.
Fjölnismenn eru með eitt stig eftir fyrstu tvær umferðirnar á meðan Íslandsmeistarar Víkings eiga sex stig og eru með markatöluna 7-2.
Reykjavíkurmót karla - A-riðill
19:00 Fram-ÍR (Lambhagavöllurinn)
20:00 Fjölnir-Víkingur R. (Egilshöll)
Reykjavíkurmót karla - A-riðill
| Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. Víkingur R. | 1 | 1 | 0 | 0 | 5 - 2 | +3 | 3 |
| 2. Fjölnir | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 - 0 | 0 | 0 |
| 3. Fram | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 - 0 | 0 | 0 |
| 4. ÍR | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 - 0 | 0 | 0 |
| 5. Leiknir R. | 1 | 0 | 0 | 1 | 2 - 5 | -3 | 0 |
Athugasemdir



