Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
   mán 19. janúar 2026 22:44
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Nico Paz aðalmaðurinn hjá Como
Nico Paz skoraði tvö fyrir Como
Nico Paz skoraði tvö fyrir Como
Mynd: EPA
Argentínumaðurinn Nico Paz skoraði tvö er Como vann öruggan 3-0 sigur á Lazio í Seríu A á Ítalíu í kvöld.

Paz kom til Como frá Real Madrid árið 2024 og verið einn af bestu mönnum ítölsku deildarinnar.

Liðsfélagi hans, Martin Baturina, kom Como á bragðið á 2. mínútu með skoti sem fór af varnarmanni og í netið áður en Paz tvöfaldaði forystuna með skoti af stuttu færi.

Hann gat gert annað mark sitt nokkrum mínútum síðar er Kenneth Taylor braut á Maxence Caqueret í teignum, en Ivan Provedel varði vítaspyrnu Paz.

Argentínumaðurinn lét það ekki á sig fá og skoraði annað mark sitt í byrjun síðari hálfleiks með frábæru skoti eftir laglega hælsendingu frá Baturina.

Paz hefur komið að fjórtán mörkum í 21 deildarleik með Como á tímabilinu, en erlendir fjölmiðlar fullyrða að Real Madrid hafi tekið ákvörðun um að nýta endurkaupsréttinn sem er um 9 milljónir evra.

Sigur Como þægilegur en liðið er í 6. sæti, sem gefur þátttökurétt í Sambandsdeildina, fimm stigum á undan Atalanta sem er í 7. sætinu. Lazio er í 9. sæti með 28 stig.

Nýliðar Cremonese gerðu markalaust jafntefli við Hellas Verona á heimavelli.

Hvorugu liðinu tókst að skapa sér það sem mætti kalla algert dauðafæri en þau áttu þó bæði nokkrar ágætis tilraunir. Fyrrum Leicester-maðurinn Jamie Vardy átti meðal annars skot við miðju sem sveif rétt yfir markið.

Markalaust jafntefli meira en sanngjarnt. Cremonese er í 12. sæti með 23 stig en Verona í neðsta sæti með 14 stig.

Ítalski boltinn er á Livey en hægt er að tryggja sér áskrift með því að smella á tengilinn

Cremonese 0 - 0 Verona

Lazio 0 - 3 Como
0-1 Martin Baturina ('2 )
0-2 Nico Paz ('24 )
0-2 Nico Paz ('35 , Misnotað víti)
0-3 Nico Paz ('49 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 21 16 1 4 44 17 +27 49
2 Milan 21 13 7 1 34 16 +18 46
3 Napoli 21 13 4 4 31 17 +14 43
4 Roma 21 14 0 7 26 12 +14 42
5 Juventus 21 11 6 4 32 17 +15 39
6 Como 21 10 7 4 31 16 +15 37
7 Atalanta 21 8 8 5 26 20 +6 32
8 Bologna 21 8 6 7 30 24 +6 30
9 Lazio 21 7 7 7 21 19 +2 28
10 Udinese 21 7 5 9 22 33 -11 26
11 Sassuolo 21 6 5 10 23 28 -5 23
12 Parma 21 5 8 8 14 22 -8 23
13 Cremonese 21 5 8 8 20 28 -8 23
14 Torino 21 6 5 10 21 34 -13 23
15 Cagliari 21 5 7 9 22 30 -8 22
16 Genoa 21 4 8 9 22 29 -7 20
17 Fiorentina 21 3 8 10 23 32 -9 17
18 Lecce 21 4 5 12 13 29 -16 17
19 Pisa 21 1 11 9 16 31 -15 14
20 Verona 21 2 8 11 17 34 -17 14
Athugasemdir
banner
banner