Jack Harrison er genginn í raðir ítalska félagsins Fiorentina frá Leeds á láni út tímabilið. Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að Fiorentina er með ákvæði í samningnum um að gera skiptin varanleg.
Harrison hefur verið undanfarin tvö tímabil á láni hjá Everton. Engledingurinn hefur komið við sögu í 13 leikjum Leeds á tímabilinu, en einungis byrjað þrjá þeirra.
Hjá Fiorentina verður Harrison liðsfélagi íslenska landsliðsmannsins Alberts Guðmundssonar.
Harrison hefur verið undanfarin tvö tímabil á láni hjá Everton. Engledingurinn hefur komið við sögu í 13 leikjum Leeds á tímabilinu, en einungis byrjað þrjá þeirra.
Hjá Fiorentina verður Harrison liðsfélagi íslenska landsliðsmannsins Alberts Guðmundssonar.
Fiorentina er að komast á skrið eftir verstu byrjun liðsins í sögu félagsins. Liðið vann sterkan sigur gegn Bologna nú um helgina og kom sér úr fallsæti.
Benvenuto Jack??????#forzaviola #fiorentina pic.twitter.com/D3AHB3oBp0
— ACF Fiorentina (@acffiorentina) January 19, 2026
Athugasemdir


