KR tapaði 5-1 gegn Þrótti í 2. umferð Reykjavíkurmótsins á laugardag. Hilmar Árni Halldórsson, aðstoðarþjálfari KR, segir úrslitin þó ekki valda sérstökum áhyggjum, nema að því leyti að hann hafi sjálfur stýrt liðinu í leiknum.
KR vann 5-2 sigur á Fylki í fyrstu umferð Reykjavíkurmótsins, en Þróttur er með fullt hús stiga eftir tvo leiki eftir að hafa sigrað bæði KR og Val.
Fótbolti.net ræddi við Hilmar Árna um leikinn á laugardag.
KR vann 5-2 sigur á Fylki í fyrstu umferð Reykjavíkurmótsins, en Þróttur er með fullt hús stiga eftir tvo leiki eftir að hafa sigrað bæði KR og Val.
Fótbolti.net ræddi við Hilmar Árna um leikinn á laugardag.
„Aðaláhyggjuefnið fyrir mig persónulega var að ég stýrði þessum leik fyrir þjálfaragráðuna. Ætli ég verði ekki að taka á mig sökina eftir þetta tap. Það er hægt að taka fullt út úr þessum leik, ég held að við séum ekki að fara sveiflast um of vegna úrslita í janúar. Við einblínum á frammistöðuna og reynum að laga það sem hægt er að laga.
Ég held að það sé erfitt að segja eitthvað annað en að Þróttarar hefðu átt að vinna þennan leik. Þeir voru mjög þéttir og biðu eftir mistökum. Gerðu það vel og nýttu stöðurnar sínar vel þegar við gerðum mistökin. Við áttum í erfiðleikum með að brjóta þá á bak aftur og búa til góð færi. Að sama skapi var full auðvelt að meiða okkur þegar við töpuðum boltanum - það er bara eitthvað sem við þurfum að skoða.“
Aron Sigurðarson, Michael Akoto og Birgir Steinn Styrmisson voru allir á meiðslalistanum í leiknum en Hilmar segir þó ekki um alvarleg meiðsli að ræða hjá neinum þeirra og að það styttist í endurkomu þessara þriggja leikmanna.
Mörk Þróttar úr leiknum á laugardag má sjá hér að neðan.
Athugasemdir


