Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
banner
   mán 19. janúar 2026 20:20
Brynjar Ingi Erluson
Liðsfélagi Hákonar frá út tímabilið og missir líklega af HM
Hamza Igamane er frá út tímabilið
Hamza Igamane er frá út tímabilið
Mynd: EPA
Hamza Igamane, framherji Lille í Frakklandi, verður ekki meira með á tímabilinu og missir líklega af byrjun næsta eftir að hafa slitið krossband í úrslitaleik Afríkukeppninnar.

Þessi 23 ára gamli leikmaður kom inn af bekknum hjá Marokkó gegn Senegal í gær en þurfti að fara af velli sex mínútum síðar eftir viðskipti sín við Edouard Mendy, markvörð Senegala.

Eftir leikinn kom í ljós að krossbandið í hægra hné er slitið og verður hann því frá í minnsta kosti sex mánuði.

Draumurinn um að fara með Marokkó á HM er afar ólíklegur og þá er tímabilið hans með Lille lokið.

Þetta er sömuleiðis blóðtaka fyrir Lille en hann hefur skorað níu mörk í 21 leik á tímabilinu.

Varafyrirliði íslenska landsliðsins, Hákon Arnar Haraldsson, leikur einnig með Lille sem er í 5. sæti frönsku deildarinnar með 32 stig, þremur frá Meistaradeildarsæti.

Franski boltinn er á Livey en hægt er að tryggja sér áskrift með því að smella á tengilinn


Athugasemdir
banner
banner