Hamza Igamane, framherji Lille í Frakklandi, verður ekki meira með á tímabilinu og missir líklega af byrjun næsta eftir að hafa slitið krossband í úrslitaleik Afríkukeppninnar.
Þessi 23 ára gamli leikmaður kom inn af bekknum hjá Marokkó gegn Senegal í gær en þurfti að fara af velli sex mínútum síðar eftir viðskipti sín við Edouard Mendy, markvörð Senegala.
Eftir leikinn kom í ljós að krossbandið í hægra hné er slitið og verður hann því frá í minnsta kosti sex mánuði.
Draumurinn um að fara með Marokkó á HM er afar ólíklegur og þá er tímabilið hans með Lille lokið.
Þetta er sömuleiðis blóðtaka fyrir Lille en hann hefur skorað níu mörk í 21 leik á tímabilinu.
Varafyrirliði íslenska landsliðsins, Hákon Arnar Haraldsson, leikur einnig með Lille sem er í 5. sæti frönsku deildarinnar með 32 stig, þremur frá Meistaradeildarsæti.
Franski boltinn er á Livey en hægt er að tryggja sér áskrift með því að smella á tengilinn
???? Communiqué médical
— LOSC (@losclive) January 19, 2026
Alors que sa sélection marocaine disputait la finale de la Coupe d’Afrique des Nations face au Sénégal, Hamza Igamane a effectué son entrée en jeu durant les prolongations du match, avant de sortir sur blessure quelques minutes plus tard.
Les examens… pic.twitter.com/D5Qb1fkLLg
Athugasemdir




