Camavinga og Bastoni orðaðir við Liverpool - Ruben Neves á óskalista Man Utd - Framtíð Frank í óvissu
banner
   mán 19. janúar 2026 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mikill liðsstyrkur fyrir Vestra (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: Vestri
Kvennalið Vestra á Ísafirði er búið að styrkja sig gríðarlega fyrir komandi átök næsta keppnistímabils.

Vestri endaði í 6. sæti í 2. deild í fyrra og ætlar sér upp í Lengjudeildina. Til að hjálpa sér að ná því markmiði hefur félagið krækt í þrjá erlenda leikmenn fyrir komandi tímabil, markvörð, varnarmann og sóknarmann.

Emilie Schröder er 23 ára markvörður frá Danmörku sem hefur leikið fyrir Nova Southeastern University í bandaríska háskólaboltanum síðustu árin. Hún átti stóran þátt í að liðið hennar vann bæði deildar- og bikarmeistaratitla í fyrra.

Rachel Bastone er öflugur varnarmaður sem lék síðast með háskólanum í Utah og stýrði varnarlínunni þar.

Jayla Ponce er nýi sóknarmaður Vestra og var hún iðinn við markaskorun og stoðsendingar hjá sínu fyrra félagsliði.

Auk þess að krækja í Emilie og Rachel hafa mikilvægir leikmenn skrifað undir áframhaldandi samninga við félagið.

Fyrirliðinn Elín Ólöf Sveinsdóttir er búin að endurnýja samning sinn en hún er fædd 1997 og einn mesti reynsluboltinn í ungu liði Vestra.

Sigrún Betanía Kristjánsdóttir og Sólveig Amalía Atladóttir, fæddar 2005, eru einnig búnar að endurnýja samninga sína við félagið en þær stigu upp í mikilvæg hlutverk í fyrra.

Að lokum eru Katrín Bára Albertsdóttir, Guðríður Vala Atladóttir og Ásthildur Elma Stefánsdóttir búnar að skrifa undir.

Ásthildur Elma, fædd 2009, er að skrifa undir sinn fyrsta samning við Vestra.


Athugasemdir