Orian Burzic hefur verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari kvennaliðs Stjörnunnar. Þar mun hann aðstoða Óskar Smára Haraldsson.
Burzic kemur til Stjörnunnar frá Breiðabliki þar sem hann hefur verið frá 2023, en þar þjálfaði hann 6. flokk kvenna og 3. flokk karla.
Burzic kemur til Stjörnunnar frá Breiðabliki þar sem hann hefur verið frá 2023, en þar þjálfaði hann 6. flokk kvenna og 3. flokk karla.
Stjarnan hafnaði í fjórða sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili. Eftir tímabil réði liðið Óskar Smára Haraldsson sem hafði náð góðum árangri með Fram þar áður.
Tilkynning Stjörnunnar:
Orian Burzic hefur verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna og aðalþjálfari hjá 3.flokk kvenna. Hann kemur til okkar frá Breiðablik þar sem hann hefur verið frá árinu 2023. Við bjóðum Orian hjartanlega velkominn í Garðabæinn og treystum því að fólk taki vel á móti honum!
Athugasemdir



