Fjölnir 3 - 4 Víkingur R.
0-1 Helgi Guðjónsson ('10 )
1-1 Þorkell Kári Jóhannsson ('11)
1-2 Gunnar Vatnhamar ('14 )
1-3 Óskar Borgþórsson ('35 )
1-4 Karl Friðleifur Gunnarsson ('51 )
2-4 Bjarki Fannar Arnþórsson ('88 )
3-4 Aron Sölvi Róbertsson ('90 )
0-1 Helgi Guðjónsson ('10 )
1-1 Þorkell Kári Jóhannsson ('11)
1-2 Gunnar Vatnhamar ('14 )
1-3 Óskar Borgþórsson ('35 )
1-4 Karl Friðleifur Gunnarsson ('51 )
2-4 Bjarki Fannar Arnþórsson ('88 )
3-4 Aron Sölvi Róbertsson ('90 )
Íslandsmeistarar Víkings unnu Fjölni í sjö marka leik er liðin áttust við í A-riðli Reykjavíkurmótsins í Egilshöllinni í kvöld en lokatölur urðu 4-3 Víkingum í vil.
Helgi Guðjónsson kom Víkingum á bragðið á 10. mínútu en heimamenn svöruðu mínútu síðar er Þorkell Kári Jóhannsson kom boltanum í netið.
Víkingar náðu tveggja marka forystu inn í hálfleikinn með mörkum frá Gunnari Vatnhamar og Óskari Borgþórssyni áður en Karl Friðleifur Gunnarsson skoraði fjórða markið snemma í þeim síðari.
Á lokamínútum leiksins klóruðu Fjölnismenn í bakkann með tveimur mörkum. Bjarki Fannar Arnþórsson skoraði á 88. mínútu og gerði Aron Sölvi Róbertsson þriðja mark liðsins stuttu síðar. Báðir komu inn á sem varamenn í síðari hálfleiknum.
Fleiri urðu mörkin ekki og Víkingar með fullt hús stiga eftir þrjá leiki en það mætir Fram í lokaumferðinni. Fjölni var að spila sinn síðasta leik í riðlinum en liðið lauk keppni með 4 stig.
Reykjavíkurmót karla - A-riðill
| Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. Víkingur R. | 1 | 1 | 0 | 0 | 5 - 2 | +3 | 3 |
| 2. Fjölnir | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 - 0 | 0 | 0 |
| 3. Fram | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 - 0 | 0 | 0 |
| 4. ÍR | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 - 0 | 0 | 0 |
| 5. Leiknir R. | 1 | 0 | 0 | 1 | 2 - 5 | -3 | 0 |
Athugasemdir




