Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
   mán 19. janúar 2026 15:00
Elvar Geir Magnússon
Slógu út Real Madrid og mæta næst Barcelona
Mynd: EPA
Dregið var í 8-liða úrslit spænska Konungsbikarsins í dag en flestra augu voru á Albacete, B-deildarliðinu sem sló Real Madrid út á ævintýralegan hátt í síðustu viku.

Næsta verkefni Albacete verður að reyna að slá Barcelona út. Albacete er lægst skrifaða liðið sem er eftir í keppninni og var öruggt með að fá heimaleik samkvæmt reglum keppninnar.

Atletico Madrid heimsækir Real Madrid, Valencia fær Athletic Bilbao í heimsókn og Orri Steinn Óskarsson og félagar í Real Sociedad ferðast til Alaves.

8-liða úrslitin verða leikin 3.-5. febrúar, í miðri viku.


Athugasemdir
banner
banner