Elche 2 - 2 Sevilla
1-0 Aleix Febas ('14 )
2-0 German Valera ('55 )
2-1 Akor Adams ('75 )
2-2 Akor Adams ('90 , víti)
1-0 Aleix Febas ('14 )
2-0 German Valera ('55 )
2-1 Akor Adams ('75 )
2-2 Akor Adams ('90 , víti)
Spænska félagið Sevilla getur þakkað nígeríska framherjanum Akor Adams fyrir stigið sem liðið fékk í 2-2 jafnteflinu gegn Elche í La Liga í kvöld, en hann kom inn af bekknum og skoraði bæði mörkin fyrir gestina.
Elche kom sér í tveggja marka forystu í leiknum. Aleix Febas skoraði flott mark við vítateigslínuna eftir sendingu Martim Neto.
Gríski markvörðurinn kom Sevilla til bjargar á lokamínútum fyrri hálfleiks með svakalegri vörslu og nokkrum mínútum síðar átti Inaki Pena geggjaða vörslu hinum megin á vellinum.
Staðan í hálfleik 1-0 heimamönnum í vil en Akor Adams kom inn af bekknum hjá Sevilla og átti eftir að hafa reynast Sevilla-mönnum mikilvægur, en áður en það gerðist kom German Valera heimamönnum í 2-0 með föstu og hnitmiðuðu skoti eftir að hafa fengið boltann í teignum eftir hornspyrnu.
Fimmtán mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma minnkaði Adams muninn fyrir Sevilla með mjög svo sérstöku marki. Boltinn kom frá vinstri, í gegnum allan pakkann og í stöngina og þaðan hrökk boltinn af Adams og í netið.
Sevilla fékk síðan vítaspyrnu undir lok venjulegs leiktíma er varnarmaður Elche handlék boltann og var það Adams sem fór á punktinn og gerði annað mark sitt í leiknum.
Þetta var það síðasta markverða sem gerðist í leiknum og sættust liðin á að deila stigunum. Elche er í 8. sæti með 24 stig en Sevilla í 14. sæti með 21 stig og að spila langt undir getu.
Spænski boltinn er á Livey en hægt er að tryggja sér áskrift með því að smella á tengilinn
Athugasemdir



