Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
   mán 19. janúar 2026 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Þorleifur flytur aftur til Bandaríkjanna (Staðfest)
Mynd: Breiðablik
Þorleifur Úlfarsson er fluttur aftur til Bandaríkjanna þar sem hann er búinn að skrifa undir samning við Loudoun United.

   12.01.2026 10:19
Þorleifur yfirgefur Breiðablik og fer til Bandaríkjanna


Þorleifur er 25 ára sóknarleikmaður sem gerði frábæra hluti með Duke háskólanum áður en hann fékk samning hjá Houston Dynamo í bandarísku MLS deildinni.

Á Íslandi ólst hann upp hjá Breiðabliki og Stjörnunni og snéri aftur til Breiðabliks í fyrra eftir misheppnaða dvöl hjá Debrecen í Ungverjalandi.

Þorleifur var að glíma við mikil meiðslavandræði í Ungverjalandi og var að jafna sig á meiðslunum eftir komuna til Íslands. Hann var frá keppni í rúmt ár en núna hefur hann nýjan kafla í Bandaríkjunum þar sem hann vonast til að takast að forðast frekari meiðsli.

Loudoun United leikur í USL deildinni og var skráð sem varalið fyrir D.C. United þar til fyrir þremur árum.

Loudoun endaði í 6. sæti USL deildarinnar í fyrra og tapaði afar naumlega fyrir North Carolina í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.



Athugasemdir