Mörg áhugaverð félagaskipti hafa átt sér stað í Lengjudeildinni á undirbúningstímabilinu. Við á Fótbolta.net höfum tekið saman lista yfir tíu vistaskipti sem að okkar mati vekja hvað mesta athygli fyrir komandi leiktíð.
Ef listinn er hafður til hliðsjónar má ætla að fá mörk verði skoruð í deildinni í sumar, þar sem varnarmenn áberandi eru áberandi á listanum.
Njarðvík er það lið með flesta fulltrúa á listanum, alls þrjá. Þar á eftir eru Vestri og Þróttur með tvo fulltrúa hvort.
Ef listinn er hafður til hliðsjónar má ætla að fá mörk verði skoruð í deildinni í sumar, þar sem varnarmenn áberandi eru áberandi á listanum.
Njarðvík er það lið með flesta fulltrúa á listanum, alls þrjá. Þar á eftir eru Vestri og Þróttur með tvo fulltrúa hvort.
10. sæti - Hlynur Sævar Jónsson, í Fylki frá ÍA: Mættur í Árbæinn eftir að Skagamenn nýttu sér uppsagnarákvæði í samningi hans. Hann er 26 ára varnarmaður sem kom við sögu í 22 leikjum með ÍA í Bestu deildinni á afstöðnu tímabili.
9. sæti - Alex Freyr Elísson, í Njarðvík frá Fram: Alex var í takmörkuðu hlutverki hjá Fram á síðustu leiktíð en hefur sýnt það og sannað að það er mikið í hann spunnið. Davíð Smári mun eflaust ná miklu út úr þessum 28 ára gamla hægri bakverði.
8. sæti - Dominik Radic, í HK frá Njarðvík: Fylgir Gunnari Heiðari Þorvaldssyni og fer úr Njarðvík í Kórinn. Er ætlað að fylla í skarð Dags Orra Garðarssonar sem lék á láni með HK á síðustu leiktíð og raðaði mörkunum inn. Radic hefur gengið vel undir stjórn Gunnars Heiðars en hann skoraði 12 mörk í 24 leikjum í deildinni á tímabili og ellefu mörk tímabilið áður.
7. sæti - Felix Mathaus, í Njarðvík frá Grænhöfðaeyjum: Kom á skrifstofu Hjalta Más Brynjarssonar, formanns knattspyrnudeildar Njarðvíkur og eiganda Grjótgarða, verktakafyrirtækis í Reykjanesbæ, í leit að vinnu en endaði með að fá samning hjá Njarðvík. Felix er hafsent sem getur leyst miðjustöðuna, en hann hefur leikið í Portúgal, Rúmeníu og Grikklandi á ferli sínum. Hann hefur spilað æfingaleiki með Njarðvík á undirbúningstímabilinu og skoraði tvö mörk gegn FH og eitt gegn KR.
6. sæti - Þórður Gunnar Hafþórsson, í Vestra frá Aftureldingu: Snýr aftur heim til Ísafjarðar eftir sex ára fjarveru. Spilaði flestalla leiki með Aftureldingu í Bestu deildinni á síðustu leiktíð. Gríðarleg liðsstyrking fyrir Vestra.
5. sæti - Adam Árni Róbertsson, í Þrótt frá Grindavík: Markahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar á síðasta tímabili. Fer í Laugardalinn og er gríðarleg liðsstyrking fyrir Þróttara sem voru heldur betur nálægt því að fara upp í Bestu deildina á síðasta tímabili.
4. sæti - Eiður Aron Sigurbjörnsson, í Njarðvík frá Vestra: Einn allra besti hafsent landsins sem fylgir Davíð Smára í Njarðvík frá Ísafirði. Lykilmaður í liði Vestra sem vann Mjólkurbikarinn á síðustu leiktíð.
3. sæti - Sigurður Egill Lárusson, í Þrótt R. frá Val: Sigurður eldist eins og fínt vín og verður gríðarlegur liðsstyrkur fyrir ungt lið Þróttar. Hann er með Víkingsklásúlu í samningi sínum sem er gæðastimpill í sjálfu sér, þó að hann þurfi ekki á þeim stimpli að halda. Þróttarar vona að Víkingar haldi Helga Guðjónssyni innan sinna raða svo að klásúlan virkist ekki.
2. sæti - Damir Muminovic, í Grindavík frá Breiðabliki: Damir hefur sannað sig sem einn allra besti hafsent efstu deildar en tekur skrefið niður í Lengjudeildina eftir að samningur hans við Breiðablik rann út.
1. sæti - Pape Abou Cisse, í Vestra frá Al-Shamal: Ein besta ferilskrá sem Lengjudeildin hefur séð. Cisse á að baki 16 landsleiki fyrir Senegal, 13 leiki í Meistaradeildinni og 28 leiki í Evrópudeildinni. Hefur leikið fyrir lið á borð við Olympiakos, Ajaccio og St. Étienne. Hann skoraði meðal annars á Emirates vellinum með Olympiakos þegar þeir slógu út Arsenal í Evrópudeildinni árið 2020. Gríðarlegur liðsstyrkur fyrir Vestra sem mun leika í forkeppni Evrópudeildarinnar á komandi leiktíð.
Athugasemdir



