Þeir Þorkell og Þóroddur Víkingsson hafa yfirgefið Fylki. Þetta hefur Fótbolti.net fengið staðfest.
Þeir voru með áframhaldandi samning við félagið en er nú frjálst að finna sér nýtt félag.
Tvíburarnir eru nýorðnir 22 ára og eru þeir uppaldir hjá Fylki.
Þeir voru með áframhaldandi samning við félagið en er nú frjálst að finna sér nýtt félag.
Tvíburarnir eru nýorðnir 22 ára og eru þeir uppaldir hjá Fylki.
Þóroddur skoraði þrjú mörk í tíu leikjum í Lengjudeildinni í fyrra og hefur alls skorað tólf mörkk í 57 meistaraflokksleikjum.
Þorkell kom við sögu í fjórum leikjum og á alls að baki 40 leiki og þrjú mörk í meistaraflokki. Hann lék með Elliða og Haukum tímabilið 2024.
Athugasemdir



