Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
   mán 19. janúar 2026 19:39
Brynjar Ingi Erluson
Valdimar til starfa hjá Lyngby
Valdimar Valdimarsson
Valdimar Valdimarsson
Mynd: Lyngby
Markmannsþjálfarinn Valdimar Valdimarsson hefur verið ráðinn til starfa hjá danska B-deildarfélaginu Lyngby.

Valdimar varð Íslands- og bikarmeistari með kvennaliði Breiðabliks á síðustu leiktíð en hann var ráðinn markmannsþjálfari liðsins í byrjun síðasta árs.

Áður hafði hann sinnt sömu stöðu hjá yngri flokkum Breiðabliks og þá var hann markmannsþjálfari hjá karlaliðinu 2023 er það varð fyrsta íslenska liðið til að komast í riðlakeppni í Evrópu.

Hann hefur nú verið ráðinn markmannsþjálfari Lyngby, en mun sérstaklega sjá um akademíu félagsins.

„Sem Íslendingur þá hef ég séð þá sterku tengingu milli Íslands og Lyngby síðustu ár með Freysa, Alfreð, Andra Lucas, Sævar Atla, Kolbein og fleiri leikmenn. Þeir tala allir mjög vel um félagið og fólkið sem starfar hér þannig þegar tækifærið kom upp þá hoppaði ég á það.“

„Ég hlakka til að vinna með metnaðarfullum kollegum sem helga sig þessu fagmannlega umhverfi hér hjá Lyngby, bæði leikmönnum og þjálfurum. Ég hlakka einnig til að vinna náið með Thomas Villadsen (yfirmanni markmannsmála) og markmönnum félagsins, sem verður mikil hvatning og drifkraftur fyrir mig í að hjálpa leikmönnunum að ná fram því besta úr þeim. Ég hef tekið í margar hendur í dag, steig á völlinn í fyrsta sinn og fundið fyrir áhrifunum hér og allt saman mjög jákvætt. Ég er því fullur tilhlökkunar fyrir þeirri vinnu sem sem við erum að fara ráðast í,“
sagði Valdimar á heimasíðu félagsins.

Lyngby er á toppnum í dönsku B-deildinni með 32 stig og stefnir liðið á að fara beint aftur upp í efstu deild.
Athugasemdir
banner
banner