Bikarmeistarar Vestra hafa ráðið Jonathan Oyal í starf aðstoðarþjálfara en þetta kemur fram á heimasvæði félagsins á Facebook í dag.
Oyal, sem er 31 árs gamall, var ráðinn til Vestra í upphafi ársins, en hann kemur frá Svíþjóð.
Hann er með mastersgráður í fótboltaþjálfun frá Escuela Universitaria Real Madrid á Spáni ásamt því að hafa UEFA B próf í þjálfun.
Undanfarin ár hefur hann starfað hjá Pozuelo de Alarcón og Leganés á Spáni ásamt því að hafa þjálfað hjá Djursholm og Syrianska í Svíþjóð.
Oyal verður Daniel Badu til aðstoðar hjá Vestra en Badu var ráðinn þjálfari liðsins eftir síðasta tímabil.
Vestri varð bikarmeistari síðasta haust en féll síðan úr Bestu deildinni. Í sumar mun því liðið leika í Lengjudeildinni og taka þátt í forkeppni Evrópudeildarinnar.
Athugasemdir




