Camavinga og Bastoni orðaðir við Liverpool - Ruben Neves á óskalista Man Utd - Framtíð Frank í óvissu
banner
   mán 19. janúar 2026 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Zinchenko til Ajax: „Here we go!"
Zinchenko hefur skorað 12 mörk í 75 landsleikjum með Úkraínu.
Zinchenko hefur skorað 12 mörk í 75 landsleikjum með Úkraínu.
Mynd: EPA
De Telegraaf greinir frá því að úkraínski bakvörðurinn Oleksandr Zinchenko sé á leið til Ajax. Fabrizio Romano tekur undir fregnirnar og hefur sett „here we go!" stimpilinn sinn á félagaskiptin.

Zinchenko mun spila fyrir hollenska stórveldið á lánssamningi út tímabilið. Eftir tímabilið verður Zinchenko orðinn samningslaus.

Zinchenko er 29 ára gamall og kom við sögu í 93 leikjum á þremur árum hjá Arsenal eftir að félagið keypti hann úr röðum Manchester City sumarið 2022. Hann er á sínu fjórða ári hjá Arsenal en lék með Nottingham Forest á láni á fyrri hluta tímabils, án þess að takast að vinna sér inn sæti í byrjunarliðinu.

Ajax er búið að ná munnlegu samkomulagi við Arsenal og er Zinchenko spenntur að reyna fyrir sér í nýrri deild.

Ajax borgar launakostnaðinn sem fylgir Zinchenko en er annars ekki talið greiða neitt fyrir lánssamninginn.
Athugasemdir
banner
banner